Krakkajóga í Jógasetrinu

Mynd: 
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Félag: 
Efnisflokkur: 
Jóga, Líkamsrækt
Tímabil: 
janúar, febrúar, mars
Aldur: 
4 ára, 5 ára, 6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára
Námskeiðslýsing: 

Krakkajóga í Jógasetrinu 19. janúar - 16. mars 2025
Frí sunnudagurinn 16. febrúar og framlengjum þess vegna til 16. mars.

 

KRAKKAJÓGA 4 – 7 ára með foreldrum 19. janúar – 16. mars 2025
Sunnudagar kl. 11.30 – 12.15 (8 vikur)
Verð: 17.000 kr

 

KRAKKAJÓGA 8 – 11 ára 19. janúar – 16. mars 2025
Sunnudagar kl. 12.30 – 13.30 (8 vikur)
Verð: 17.000 kr

 

Í krakkajóga er lögð áhersla á leik og gleði. Börnin læra jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Kenndar eru ýmsar hugleiðsluaðferðir sem talinn er góður undirbúningur fyrir innri ró og einbeitingu. Í lok tímans eru nemendur leiddir áfram í stutta slökun sem er jafn mikilvæg jógahreyfingum og öndun. Börnin eru dásamlega fljót að tileinka sér jógað og finna að það hjálpar þeim í lífi og leik!

 

Á námskeiðinu læra börnin öndunaræfingar, jóga og slökun í gegnum leiki, sögur og hreyfingu. Í yngri hópnum tekur foreldri virkan þátt, hjálpar og hvetur barnið. ” Saman gaman".
20% systkinaafsláttur.
Skráning: https://www.abler.io/shop/jogasetrid

Kennari:  María Shanko

„Gefðu barninu þínu gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera“

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 13. desember 2024 - 10:51