







Knattspyrnuskóli á Meistaravöllum í sumar.
Knattspyrnuskóli í KR verða haldinn í sumar mánudaga til föstudaga.
Búðirnar eru fyrir börn fædd 2013 - 2017 og standa yfir frá klukkan 9-12.
Boðið verður uppá gæslu frá 8-9 og 12-15 gegn gjaldi. Farið verður í ferðir kringum nærumhverfi KR mánudaga til fimmtudaga. Endum öll námskeið með grillveislu í KR á föstudögum.
Mælt er með því að taka með sér hollt og gott nesti fyrir nestispásuna áður en farið verður í spil.
Birgir Steinn Styrmisson verður skólastjóri knattspyrnuskólans en ásamt honum munu þjálfarar og leikmenn KR sjá um þjálfun. Kjörið tækifæri til að æfa sig aukalega og verða enn betri leikmaður.
Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
*Börn fædd 2018 eru velkomin en verða þá að vera í fylgd með fullorðnum allan tímann.