







Sumarfrístund Kátakots í Klébergsskóla
Boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn fædd 2014 – 2017. Sumarfrístundin er frá 7. júní - 20. ágúst. Kátakot lokar vegna sumarleyfa frá 8. júlí. - 2. ágúst. Opið er frá kl. 8:30-16:30 alla virka daga.
Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi og útiveru.
Í ágúst er tilvonandi 1. bekk, börnum fædd 2018 og eru að hefja sína skólagöngu í Klébergsskóla boðið að taka þátt í sumarfrístundinni okkar.
Skráð er á viku í senn og yfirlit yfir námskeiðin er að finna á skráningarvefnum http://sumar.fristund.is.
Skráning þarf að hafa borist fyrir kl: 12:00 á föstudegi fyrir komandi viku.
Börnin þurfa að hafa með sér þrjú nesti yfir daginn morgun- hádegis- og síðdegishressingu.
Börn sem skráð eru í Klébergsskóla hafa forgang í sumarstarf Kátakots. Allar umsóknir um sumarnámskeið eru settar á bið þar til staðfestingarpóstur berst til ykkar um að barnið hafi fengið pláss á frístundaheimilinu. Ef hætta á við þátttöku á námskeiði þarf foreldri að afskrá viku áður en námskeið hefst (fyrir miðnætti á sunnudegi vegna námskeiðs sem hefst á mánudegi viku seinna), ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.
Nánari upplýsingar í síma 411- 7172 eða GSM síma Kátakots sem er 664-8270
Einnig er hægt að senda póst á netfangið birna.johanna.ragnarsdottir@rvkskolar.is