Hofið félagsmiðstöð fyrir 10-16 ára ( f.'09-'14)

Mynd: 
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Námskeiðslýsing: 

 

Hofið er sértæk félagsmsiðtöð fyrir börn og unglinga með fötlun í 5. – 10. bekk sem ganga í almenna grunnskóla í eftirfarandi hverfum borgarinnar: Laugardal, Háaleiti-Bústaðir, Miðborg, Vesturbæ og Hlíðum. Skilyrði fyrir þátttöku má finna í Reglum um þjónustu félagsmiðstöðva. Á sumrin býður Hofið upp á skemmtileg vikunámskeið þar sem áhersla er lögð áhersla félagsfærni, virkni og þátttöku.

Um er að ræða heilsdagsnámskeið í viku í senn. Við förum í feðrir flesta daga. Við nýtum nærumhverfið, leikvelli og græn svæði á höfuðborgarsvæðinu, sundlaugar og bókasöfn. Við förum líka í styttri ferðir út fyrir bæinn.  Þátttakendur fá tækifæri til þess að hafa áhrif á hvað er á dagskrá.

Starfsemin í Hofinu er aldursskipt annars vegar 5. -7. bekkur og hins vegar 8. – 10. bekkur.

Sumarstarf hjá Vinnuskólanum er í boði fyrir unglinga i 8.-10. bekk. Ef unglingur í Hofinu skráir sig í Vinnuskólann býðst honum að hafa starfsstöð í Hofinu. Verkefni vinnuskólans eru fjölbreytt. Þau fá hagnýtar fræslur auk þess að sinna hefðbundnum vinnsuskóla verkefnum eins og garðrækt og fleira.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Sif Sverrisdóttir forstöðukona á netfanginu hofid@reykjavik.is eða í síma 6647774.

Sumarnámskeiðin standa yfir frá 08:30 - 16:30. Skráning hefst 29. apríl kl. 10

Í sumar er boðið upp á námskeið eftirfarandi vikur:

Vika 1: 10.-13. Júní (4 dagar)

Vika 2: 16.-20. júní (4 dagar )

Vika 3: 23.-27. júní

Vika 4: 30.júní. -4. júlí

Lokað verður í Hofinu 7. júlí – 4. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Vika 5: 5.-8. ágúst (4 dagar)

Vika 6: 11.-15. ágúst

Vika 7: 18.-20. ágúst (3 dagar)

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 23. apríl 2025 - 11:20